headerheaderheaderheaderheaderheader
Bookmark and Share

Rei­h÷llin Sva­asta­ir

Áskorendamót Riddara Norðursins verður haldið í reiðhöllinni Svaðastöðum föstudaginn 13.mars 2015   Mótið hefst kl 20:00 og miðin kostar

┴skorendamˇt riddara

Áskorendamót Riddara Norðursins verður haldið í reiðhöllinni Svaðastöðum föstudaginn 13.mars 2015  

Mótið hefst kl 20:00 og miðin kostar 1000kr. 

Áskorendamót Riddarana hefur verið haldið árlega síðan 2005, utan við eitt ár. Þetta er því níunda mót Riddarana. 

Liðin sem keppa í ár eru

Viðar Björgum
Lúlli Matt
Vatnsleysa
Hafsteinsstaðir
Riddarar Norðursins

Vitað er að öll lið munu tefla fram sínum bestu hestum og knöpum.  Keppnin er mikill og til mikils að vinna.

Keppnisfyrirkomulag:
Riddarar Norðursins hafa skorað á 4 lið til keppni við sig.  Keppt er í fjórgangi, fimmgangi, tölti og skeiði. Einungis eru riðin úrslit.  Einn knapi úr hverju liði keppir í hverri grein.

Riddarar Norðursins eru þekktir fyrir mikla gestristni og sönggleði, þeir gera því sitt besta á hverju ári til að búa til gott mót og gera kvöldið sem skemmtilegast.  Riddararnir vonast að sjálfsögðu til að sjá sem flesta í reiðhöllinni Svaðastöðum, því eins og sagt er þá er maður manns gaman og alltaf betra að hafa vígalega hesta til að horfa á.
Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf