Í febrúar árið 2000 skipaði stjórn Hestamiðstöðvar Íslands þriggja manna starfshóp til að vinna að undirbúningi byggingar reiðhallar í Skagafirði. Verkefnið fólst einkum í tvennu; í fyrsta lagi að undirbúa stofnun hlutafélags um byggingu og rekstur reiðhallar og í öðru lagi að undirbúa byggingarframkvæmdirnar sjálfar.
Á vordögum og fyrripart sumars 2000 var hafist handa við söfnun hlutafjár í væntanlegt hlutafélag og þegar stofnfundur hlutafélags var haldinn hinn 2. júlí lágu fyrir loforð um 37 milljónir og stofnhluthafar voru 112.
Hlutafélagið hlaut nafnið Fluga, nefnt eftir hinum fyrsta hesti sem sögur fara af, Flugu sem steig á land í Brimnesskógum og Þórir dúfunef síðan eignaðist.
Byggingarframkvæmdir hófust í ágúst 2000, húsið var notkunarhæft í febrúar 2001 og framkvæmdum að stærstum hluta lokið í ágúst 2001, eða ári eftir að þær hófust. Vígsluhátíð var haldin þann 24. ágúst 2001 þar sem var húfyllir og margt sér til gamans gert. Húsið hlaut nafnið Svaðastaðir, kennt við þann bæ sem frægastur er í íslenskri hrossaræktarsögu.
Nýtingin á reiðhöllinni er fyrst og fremst til þjálfunar og sýninga hrossa. Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra kennir verklega kennslu í hestamennsku í reiðhöllinni. Iðjan er með tíma fyrir fatlaða einstaklinga og Æskulýðsnefnd Skagfirðings er með flott námskeið fyrir börn og unglinga.
Stjórn Flugu skipa:
- Formaður : Sigurlína Erla Magnúsdóttir, sigurlinaem@gmail.com, s. 6626822
- Varaformaður : Þórarinn Eymundsson, totieymundsson@gmail.com
- Gjaldkeri : Stefán Logi Haraldsson, stefanlogi@simnet.is
- Ritari : Pétur Örn Sveinssn, petur@saurbaer.is
- Meðstjórnandi. Magnús Bragi Magnússon, ibisholl@simnet.is
Í varastjórn eru: Axel Kárason, Sveinn Finnster Úlfarsson, Arndís Björk Brynjólfsdóttir, Geir Eyjólfsson og Stefán Öxdal Reynisson