Stóðhestaveislan og Skagfirsk ræktun fer fram í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki laugardagskvöldið 13.apríl. Húsið opnar klukkan 19:00 og sýningin byrjar klukkan 20:00.
Mikið verður um dýrðir og mörg góð atriði verða á sýningunni. Skagfirðingar munu bjóða upp á ræktunarbússýningar og afkvæmahópa og landsfrægir stóðhestar hafa boðað komu sína. Atriði verða kynnt til leiks á næstu dögum. Ljóst er að enginn hestaáhugamaður má láta þessa sýningu fram hjá sér fara.
Forsala miða á Stóðhestaveisluna og Skagfirska ræktun er í hafin í verslun Líflands á Blönduósi og í versluninni Eyri á Sauðárkróki. Miðasala í Lífland Akureyri hefst í dag.
Við hvetjum fólk til að tryggja sér miða á þessa veislu sem fram fer í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki laugardagskvöldið 13.apríl.
Miðinn kostar 4000 krónur og að sjálfsögðu fylgir hverjum seldum miða rúmlega 300 blaðsíðna biblía hrossaræktandans Stóðhestabókin 2019.